Fylgdu okkur  

Efst
Image Alt

Jafnréttishús-Equality Centre

Jafnréttishús – Equality Centre
 Iceland
Project Partner

Helstu markmið Jafnréttishúss í gegnum árin hafa verið að:

 • Efla jafnrétti og vinna að framkvæmd hennar.
 • Vekja athygli og hjálpa fólki í viðkvæmri stöðu í samfélaginy (mismunun vegna kynþáttar, trúar, kynhneigðar osfrv.) einskonar ,,hins þögla samfélags” (konur, börn, innflytjendur, fatlaðir osfrv.).
 • Styrkja ýmsa greina samfélagsins sem annars eru vanrækt og gera þeim kleift að finna hjálp, verja sig eða semja um jafnrétti.

Ásamt þessum mikilvægu markmiðum, hefur jafnréttishúsið tekið að sér mörg verkefni sem hafa komið upp hjá skjólstæðingum stofnunarinnar. Þessi verkefni hafa verið að astoða innflytjendur að leita sér hjálpar og síns réttar, hvort sem um hefur verið að ræða lögfræðileg mál eða að ,,lobbya” fyrir innflytjendur og konur.

Framangreind markmið og starfsemi eru framkvæmd með ýmsum hætti:

 • Samstarfsverkefni fyrir útlendinga (gagnvirkt og nýsköpun í íslenskum málum, skipulagning menningarviðburða, kynning á Íslandi, hvað varðar menningu, sögu og þjóð.
 • Rannsóknir og greining á jafnréttismálum í landinu og framkvæmd hennar.
 • Jafnréttishús sem talsmaður málefna innflytjenda, sérstaklega kvenna, í fjölmiðlum, opinberum viðburðum, opinberum stofnunum osfrv.
 • Jafnréttishús býður upp á íslenskukennslu og starfsemi sem sérstaklega er ætluð fyrir innflytjendur til að auka tækifæri sín og árangur, einkum á vinnumarkaðinum.
 • Að veita túlkaþjónustu fyrir ýmsar atvinnugreinar (ríkisstofnanir, sveitarfélög, einstaklinga, einkafyrirtæki).
 • Jafnréttishús vekur athygli á málum íslensks samfélags: innflytjendum, menningar mismun, umburðarlyndi, flóttamenn osfrv.
 • Jafnréttishús leggur sérstaka áherslu á að hjálpa erlendum konum og þeirra börnum, en starfsfólkið sem kemur að þessum störfum hjá stofnuninni hefur einstaka innsýn í þessi mál vegna persónulegra reynslu og þekkingu.
 • Jafnréttishús leggur mikla áherslu á alþjóðlega samvinnu, þar sem hægt er að kynnast betur starfsháttum, reynslu og þekkingu samvinnuþjóða.
 • Jafnréttishús er í mikilli samvinnu við sveitarfélög sem taka við sýrlenskum flóttamönnum frá flóttamannabúðum á Líbanon. Stofnunin hefur samið um tungumálanám, ásamt félagslegan-, menningar- og vinnumarkaðs þjálfun ásamt túlkaþjónustu.